Sléttuvegur,
870 Vík
Heimilisfang: | Sléttuvegur |
Staðsetning: | 870 Vík |
Tegund: | Fjölbýli |
Herbergi: | 2 |
Stærð: | 89 m2 |
Svefnherbergi: | 1 |
Baðherbergi: | 1 |
Uppsett verð: | 57.000.000 |
Stofur: | 0 |
Byggingarár: | 2024 |
NÁNARI LÝSING
Húseign kynnir ofanskráða eign í sölu. Um nýbyggingu er að ræða sem skilast samkv skilalýsingu.
Skilalýsing
Byggingaraðili: SV3 ehf
Hönnun: Al-Hönnun
Burðarþol: Smellinn/ BM Vallá
Lagnahönnun: Al-Hönnun
Raflagnahönnun: Fruma ehf
Fjöleignarhúsið að Sléttuvegi 3A er byggt úr einangruðum samlokueiningum frá BM-Vallá og verður ytra byrðið með sléttri áferð. Allir innveggir verða og úr forsteyptum einingum.
Allur frágangur er í samræmi við nýjustu staðla og reglugerðir og er kapp lagt á að útfærsla hússins taki mið af endingu og útliti.
Íbúðum verður skilað á byggingarstigi 4 ÍST 51:2021. Eða byggingarstigi 7 ÍST 2001 fullbúnar með golfefnum
Eignin skilast samkvæmt eftirfarandi lýsingu;
Hver íbúðareining skiptist í : Forstofu, 1 til 4 svefnherbergi, stofu með svölum, eldhús, baðherbergi með þvottaaðstöðu, og eignarhlutur í sameiginllegri hjóla- og vagnageymslu á lóð.
Forstofa: forstofa sem er opinn inná gang sem tengist stofu.
Eldhús: Sérsmíðuð og vönduð innrétting, þar sem lögð er áhersla á að haga skipulagi eldhúsa á sem bestan hátt með nútíma hönnun og þarfir í huga, með miklu skápaplássi, innbyggðri uppþvottavél, bakaraofni í vinnuhæð, spanhelluborði. Borðplata verður úr ljósum acryl stein.
Stofa / borðstofa: Rúmgott og bjart rými sem er opið við eldhús. útgengi á rúmgóðar svalir
Svefnherbergi: Bjart með glugga og fataskápar í hverju herbergi eru rúmgóðir.
Baðherbergi: Sérsmíðuð og vönduð innrétting. Salerni er upphengt, handklæðaofn og stór sturta með glerskilrúmi. Gert er ráð fyrir þvottavél og þurrkara í þvottarými innaf baðherberginu. Baðherbergi eru flísalögð á gólfum og veggjum. Sturta er flísalögð og með innfelldu niðurfalli.
Gólfefni: íbúðin skilast með harðviðarparrketi, baðherbergi og þvottarými verða flíslögð.
Raflagnir;
Raflagnir verða full frágengnar samkvæmt rafmagnsteikningum, ljósleiðartenging tilbúin til tengingar uppi í smáspennutöflu hverrar íbúðar. Rafmagnsofnar verða í íbúðum
Pípulagnir;
Búið verður að setja upp inntak vatnsveitu, og tengja grindur.
Búið verður að leggja allar fráveitulagnir
Neyslulagnir hafa verið lagðar og skilast frágengnar með tækjum.
Lagnir hitakerfis hafa verið lagðar
Málning :
Allir fletir íbúða sem ekki eru flísalagðir verða sandspartlaðir, grunnaðir og málaðir með hvítum lit
Loftræsting
Búið er að leggja allar loftræsti lagnir og ganga frá túðum að utan.
Utanhúss
Þak hússins er steypt með halla og klætt með dúk yfir þakeinangrun. Einangrun er í þurrými þar undir.
Eignirnar á fyrstu hæð eru með sér afnotaflöt fyrir framan. Eignirnar á annarri hæð eru með svalir með útsýni.
Á lóðinni verður hellulögð gangstétt svo og hellulagt plan með 22 bílastæði fyrir íbúðirnar og þar af eru 2 fyrir hreyfihamlaða einnig munu 2 stæði vera útbúin til rafhleðslu bíla. Lóðin verður að öðru leyti tyrfð með grasi.
Allar nánari upplýsingar veitir Baldvin Ómar í síma 898-1177 eða á skrifstofu Húseignar í síma 585-0100 baldvin@huseign.is